Ósáttir feðgar Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 08:45 Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent