Getur Usain Bolt bætt sig frekar? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:14 Bolt í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti