Kolbeinn Höður Gunnarsson náði í sitt annað gull á skömmum tíma á Meistaramóti Íslands á Akureyri er hann vann sigur í spennandi 400 m hlaupi.
Kolbeinn kom í mark á 49,78 sekúndum eftir harða keppni við ÍR-inginn Ívar Kristinn Jasonarson, sem hljóp á 49,95 sekúndum.
Kolbeinn vann í morgun sigur í 100 m hlaupi karla á nýju aldursflokkameti en setti það ekki fyrir sig að vinna 400 m hlaupið einnig.
Það var einnig mikil spenna í 1500 m hlaupi en Hlynur Andrésson kom hársbreidd á undan Birni Margeirssyni, margföldum Íslandsmeistara.
100 m hlaup karla:
1. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA 49,78
2. Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR 49,95
3. Kristinn Þór Kristinsson, HSK 50,96
1500 m hlaup karla:
1. Hlynur Andrésson, ÍR 4:02,03
2. Björn Margeirsson, UMSS 4:02,04
3. Sæmundur Ólafsson, ÍR 4:08,34

