Heimamaðurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson náði frábærum tíma í 100 m hlaupi karla á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum í morgun.
Hann bætti Íslandsmet 18-19 ára í greininni er hann hljóp á 10,65 sekúndum í morgun.
Þetta er annað aldursflokkametið sem fellur á mótinu en fyrr í dag setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir bætti eigið met í 100 m grindahlaupi í sama aldursflokki.
Íslandsmetið í greininni er 10,3 sekúndur en 10,56 með nákvæmri mælingu. Kolbeinn Höður er því á góðri leið með að slá Íslandsmet fullorðinna með áframhaldandi bætingum.
Hafdís Sigurðardóttir var nálægt Íslandsmeti Sunnu Gestsdóttur er hún sigraði í 100 m hlaupi kvenna í morgun. Hafdís hljóp á 11,75 sekúndum og vann með yfirburðum, rétt eins og Kolbeinn Höður.
Úrslit í hástökki karla og 3000 m hindrunarhlaupi karla má sjá hér fyrir neðan.
100 m hlaup karla:
1. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA 10,65 sek.
2. Helgi Björnsson, ÍR 11,03
3. Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS 11,09
100 m hlaup kvenna:
1. Hafdís Sigurðardóttir, UFA 11,75 sek.
2. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UMSE 12,36
3. Andrea Torfadóttir, FH 12,53
Hástökk karla:
1. Hermann Þór Haraldsson, FH 1,87 m
2. Stefán Þór Jósefsson, UFA 1,79
3. Jón Gunnar Björnsson, ÍR 1,74
3000 m hindrunarhlaup karla:
1. Haraldur Tómas Hallgrímsson, FH 10:58,46 mín.
2. David Erik Mollberg, ÍR 11:11,27
Kolbeinn Höður bætti met Jóns Arnars

Tengdar fréttir

Arna Stefanía vann á nýju meti
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, bætti í dag eigið aldursflokkamet í 100 m grindahlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri.

Hilmar með yfirburði í sleggjukasti
Hilmar Örn Jónsson, ÍR, hefur tryggt sér sín fyrstu gullverðlaun á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum en hann kastaði lengst í sleggjukasti í morgun.