Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Haraldur Franklín Magnús úr GR verji Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik að loknum tveimur hringjum.
Haraldur Franklín lék annan hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samanlagt á sjö höggum undir pari eftir tvo keppnisdaga og er kominn með fimm högga forskot. Haraldur fékk fimm fugla og einn skolla og hefur verið afar stöðugur í leik sínum.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í öðru sæti á tveimur undir samanlagt eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum, sem setti vallarmet í dag á sex undir pari, Arnar Snær Hákonarson úr GR og Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn frá 2011, deila þriðja sætinu á einu höggi undir pari.
Stöðuna í karlaflokki má sjá hér.
Haraldur Franklín óstöðvandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti