Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Haraldur Franklín Magnús úr GR verji Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik að loknum tveimur hringjum.
Haraldur Franklín lék annan hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samanlagt á sjö höggum undir pari eftir tvo keppnisdaga og er kominn með fimm högga forskot. Haraldur fékk fimm fugla og einn skolla og hefur verið afar stöðugur í leik sínum.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í öðru sæti á tveimur undir samanlagt eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum, sem setti vallarmet í dag á sex undir pari, Arnar Snær Hákonarson úr GR og Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn frá 2011, deila þriðja sætinu á einu höggi undir pari.
Stöðuna í karlaflokki má sjá hér.
Haraldur Franklín óstöðvandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti



„Manchester er heima“
Enski boltinn
