Körfubolti

Ísland vann Svartfjallaland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Pálsson setur boltann í körfuna út í Kína.
Haukur Pálsson setur boltann í körfuna út í Kína. Mynd / KKÍ
Íslenska karlalandsliðið í  körfuknattleik vann frábæran sigur á Svarfjallalandi, 73-68, á sterku æfingamóti sem fram fer þessa dagana í Kína.

Ísland var undir allan leikinn en aðeins munaði einu stigi á liðunum eftir þrjá leikhluta en Íslendingar unnu loka leikhlutann með sex stigum og fóru því með sigur af hólmi.

Næsti leikur liðsins og sá síðasti fer fram á morgun klukkan 10:30 að íslenskum tíma og er sá leikur á móti Makedóníu.

Haukur Pálsson var atkvæðamestur hjá Íslendingum og gerði 19 stig.

Ísland-Svartfjallaland

19-25, 34-41, 48-49, 73-68

Stigaskor Íslands: Haukur 19, Logi 18, Hlynur 15, Jakob 8, Hörður 7, Pavel 3, Ragnar 3,

Tölfræði Íslands: 16 af 33 i tveggja, 11 af 30 í þriggja , 8 af 19  i vítum , 42 fráköst,  9 stolnir , 22 tapaðir boltar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×