Körfubolti

Djammið erfiðasti andstæðingurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar í baráttunni gegn Dönum í Ásgarði á dögunum.
Ragnar í baráttunni gegn Dönum í Ásgarði á dögunum. Mynd/Daníel
Ragnar Nathanaelsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, sýnir á sér hina hliðina á vefsíðunni Karfan.is.

Ragnar skoraði tólf stig og tók níu fráköst í tveimur sigurleikjum gegn Dönum á dögunum. Í hinni hliðinni kennir ýmissa grasa. Þannig segir Ragnar að það svaðalegasta sem hann hafi séð í körfubolta sé hann sjálfur að troða.

Nokkrar vel valdar spurningar má sjá hér að neðan:

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 2007 byrjaði ég að alvöru og það var í frystikistunni í Hveró city.

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Pétur Guðmundsson.

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron Jame er bestur en Kevin Durant er að taka framúr honum.

Furðulegasti liðsfélaginn? Haukur Helgi (Pálsson). Staðfest.

Erfiðasti andstæðingurinn? Djammið....

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×