Haglél skemmdi þúsundir Volkswagen bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2013 11:15 Haglélin voru ekki af minni gerðinni Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent
Mörg þúsund glænýir Volkswagen bílar skemmdust í miklu hagléli sem gekk yfir höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í síðustu viku. Líklega eru 10.000 bílar skemmdir og er tryggingafélag bílaframleiðandans að meta skemmdirnar. Þessar skemmdir munu hafa áhrif á afhendingu bíla frá Volkswagen í Evrópu. Hver bíll þarf að fara í gegnum nákvæma skoðun áður en þeir fara á markað og hætt við að gera verði við þá flesta. Væntanlegir kaupendur bílanna standa frammi fyrir tveimur kostum. Annarsvegar að kaupa bílana viðgerða á afsláttarkjörum eða bíða eftir framleiðslu á nýjum bíl. Þetta haglél er ekki það stærsta sem Volkswagen hefur þurft að glíma við hvað varðar fjölda skemmdra bíla en árið 2008 skemmdust 30.000 bílar af völdum hagléls við verksmiðju Volkswagen í Hamden.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent