Fyrsti sigur Þróttar - öll úrslitin í Pepsi-deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2013 21:35 Valskonur fagna öðru marka sinna í kvöld. Mynd/Arnþór Vanda Sigurgeirsdóttir og stelpurnar hennar í Þrótti unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann sannkallaðan sex stiga leik á móti Aftureldingu á Valbjarnarvellinum. Hin 16 ára gamla Eva Bergrín Ólafsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Þetta var fyrsta mark Evu í Pepsi-deildinni og það gæti reynst einstaklega mikilvægt. Þróttur var búið að tapa tíu fyrstu leikjum sínum en er nú aðeins einu stigi á eftir HK/Víkingi sem á leik inni á móti ÍBV á morgun. Selfoss og FH gerðu markalaust jafntefli á Selfossi þar sem Selfossliðið lék manni fleiri síðustu 26 mínútur leiksins. Blikakonur voru sjálfum sér verstar í 1-2 tapi á móti Val á Hlíðarenda því þær klúðruðu víti í stöðunni 0-0 og skoruðu síðan tvö sjálfsmörk með fjögurra mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik. Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum.Úrslit og markaskorarar í Peppsi-deild kvenna í kvöld:Valur - Breiðablik 2-1 1-0 Sjálfsmark (67.), 2-0 Sjálfsmark (71.), 2-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90+3). Stjarnan - Þór/KA 3-0 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (69.), 2-0 Glódís Perla Viggósdóttir (77.), 3-0 Harpa (90.+3). Selfoss - FH 0-0Þróttur R. - Afturelding 1-0 1-0 Eva Bergrín Ólafsdóttir (48.). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir og stelpurnar hennar í Þrótti unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann sannkallaðan sex stiga leik á móti Aftureldingu á Valbjarnarvellinum. Hin 16 ára gamla Eva Bergrín Ólafsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Þetta var fyrsta mark Evu í Pepsi-deildinni og það gæti reynst einstaklega mikilvægt. Þróttur var búið að tapa tíu fyrstu leikjum sínum en er nú aðeins einu stigi á eftir HK/Víkingi sem á leik inni á móti ÍBV á morgun. Selfoss og FH gerðu markalaust jafntefli á Selfossi þar sem Selfossliðið lék manni fleiri síðustu 26 mínútur leiksins. Blikakonur voru sjálfum sér verstar í 1-2 tapi á móti Val á Hlíðarenda því þær klúðruðu víti í stöðunni 0-0 og skoruðu síðan tvö sjálfsmörk með fjögurra mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik. Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum.Úrslit og markaskorarar í Peppsi-deild kvenna í kvöld:Valur - Breiðablik 2-1 1-0 Sjálfsmark (67.), 2-0 Sjálfsmark (71.), 2-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (90+3). Stjarnan - Þór/KA 3-0 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (69.), 2-0 Glódís Perla Viggósdóttir (77.), 3-0 Harpa (90.+3). Selfoss - FH 0-0Þróttur R. - Afturelding 1-0 1-0 Eva Bergrín Ólafsdóttir (48.).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira