Króatinn Mario Mandzukic tryggði Bayern München 1-0 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og eru Bæjarar því með full hús eftir tvo fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Pep Guardiola.
Mandzukic skoraði eina mark leiksins strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Müller.
Bayern vann 3-1 sigur á Borussia VfL Mönchengladbach í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og þá skoraði Mandzukic eitt markanna.
Bayern München og Werder Bremen eru bæði með fullt hús en Tyrkinn Mehmet Ekici tryggði Bremen 1-0 heimasigur á Augsburg í dag.
Hoffenheim vann 5-1 útisigur á Hamburger SV þar sem 21 árs gamall Brasilíumaður, Roberto Firmino, skoraði tvö mörk og lagði upp hin þrjú fyrir Hoffenheim-liðið.
Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni:
Stuttgart - Bayer Leverkusen 0-1
Wolfsburg - Schalke 04 4-0
Werder Bremen - Augsburg 1-0
Freiburg - Mainz 05 1-2
Hamburger SV - Hoffenheim 1-5
Eintracht Frankfurt - Bayern München 0-1
Mandzukić tryggði Bayern þrjú stig
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn