Króatinn Mario Mandzukic tryggði Bayern München 1-0 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og eru Bæjarar því með full hús eftir tvo fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Pep Guardiola.
Mandzukic skoraði eina mark leiksins strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Müller.
Bayern vann 3-1 sigur á Borussia VfL Mönchengladbach í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og þá skoraði Mandzukic eitt markanna.
Bayern München og Werder Bremen eru bæði með fullt hús en Tyrkinn Mehmet Ekici tryggði Bremen 1-0 heimasigur á Augsburg í dag.
Hoffenheim vann 5-1 útisigur á Hamburger SV þar sem 21 árs gamall Brasilíumaður, Roberto Firmino, skoraði tvö mörk og lagði upp hin þrjú fyrir Hoffenheim-liðið.
Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni:
Stuttgart - Bayer Leverkusen 0-1
Wolfsburg - Schalke 04 4-0
Werder Bremen - Augsburg 1-0
Freiburg - Mainz 05 1-2
Hamburger SV - Hoffenheim 1-5
Eintracht Frankfurt - Bayern München 0-1

