Lagerback: Stærstu vonbrigðin að nýta færin ekki betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2013 22:35 Alfreð Finnbogason á ferðinni í kvöld. Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira