Hvernig aka má á hvolfi Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 14:49 Að snúa hlutunum á hvolf er sjaldnast heillavænlegt, en stundum virkar það. Þessum bíl var ekið á hvolfi á Lemons grínþolaksturskeppninni sem haldin er fyrir bíla sem kosta minna en 500 dollara. Þar sjást jafnan mjög undarlegir bílar og þessi er engin undantekning frá því. Eigandi hans hefur einfaldlega snúið honum við og sett hjól undir, eða öllu heldur ofan á bílinn og soðið veltigrind "undir bílinn". Bíllinn virðist svínvirka svona og gefur öðrum bílum keppninar lítið eftir, eins og sést í myndskeiðinu. Bílgerðin er Ford Festiva/Chevrolet Camaro. Auðvitað vann þessi bíll til verðlauna í Lemons keppninni, enda ekki á hverjum degi sem bílum er ekið á hvolfi. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Að snúa hlutunum á hvolf er sjaldnast heillavænlegt, en stundum virkar það. Þessum bíl var ekið á hvolfi á Lemons grínþolaksturskeppninni sem haldin er fyrir bíla sem kosta minna en 500 dollara. Þar sjást jafnan mjög undarlegir bílar og þessi er engin undantekning frá því. Eigandi hans hefur einfaldlega snúið honum við og sett hjól undir, eða öllu heldur ofan á bílinn og soðið veltigrind "undir bílinn". Bíllinn virðist svínvirka svona og gefur öðrum bílum keppninar lítið eftir, eins og sést í myndskeiðinu. Bílgerðin er Ford Festiva/Chevrolet Camaro. Auðvitað vann þessi bíll til verðlauna í Lemons keppninni, enda ekki á hverjum degi sem bílum er ekið á hvolfi.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent