Það var líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar gleðiganga Hinsegin daga fór fram í þrettánda skipti. Gengið var frá BSÍ og að Austurvelli en kl. 16 hófst tónleikadagskrá með mörgum af okkar allra bestu tónlistarmönnum.
Ljósmyndari Fréttablaðsins var á vappi um miðbæinn í dag og tók myndir af litríkum mannskapnum.
