Aníta Hinriksdóttir vann til tvennra gullverðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára á Kópavogsvelli í dag.
Aníta kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi á tímanum 55,01 sekúnda en Íslandsmet hennar í aldursflokknum frá því fyrr í sumar er 54,29 sekúndur.
Aníta keppti einnig í 400 metra grindahlaupi í dag. ÍR-ingurinn kom í mark á tímanum 62,79 sekúndum en Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki á Íslandsmetið í aldursflokknum, 61,33 sekúndur.
