Kelly-Ann Baptiste, hlaupakona frá Trínidad og Tóbagó, er fallin á lyfjaprófi. Hún hefur yfirgefið herbúðir landsliðs síns á HM í Moskvu sem hófst í morgun.
Baptiste, sem vann bronsverðlaun í 100 metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum, var skráð til leiks í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi í Moskvu.
Baptiste á þriðja besta tíma ársins í heiminum, 10,83 sekúndur. Hún var talin líkleg til þess að berjast um verðlaun á heimsmeistaramótinu.
Baptiste hefur æft með Tyson Gay, bandaríska spretthlauparanum, sem hefur fallið á fjölmörgum lyfjaprófum á árinu.
