Skoda Octavia í 4 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 08:45 Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent