Fótbolti

Kolbeinn og félagar enn á ný í riðli með stórliðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nordicphotos/Getty
Barcelona og AC Milan lentu einu sinni enn saman í riðli þegar dregið var í riðla fyrir Meistaradeildina í fótbolta í kvöld en drátturinn fór fram í Mónakó. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax Amsterdam drógust enn og aftur í riðli með stórliðum en þeir eru í umræddum riðli með Barca og AC og fjórða liði er síðan Celtic frá Skotlandi.

Manchester United var heppið með riðil eins og oft áður og sömu sögu er hægt að segja af Chelsea. United er í riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Sociedad frá Spáni. Chelsea er í enn "léttari" riðli með Schalke frá Þýskalandi, Basel frá Sviss og Steaua Búkarest frá Rúmeníu.

Manchester City var ekki alveg eins keppið en City-liðið í riðli með Evrópumeisturum Bayern München frá Þýskalandi, CSKA Moskva frá Rússlandi og Viktoria Pilsen frá Tékklandi.

Arsenal, fjórða enska liðið í pottinum, var óheppið með sinn riðil en lærisveinar Arsene Wenger eru í riðli með Borussia Dortmund frá Þýskalandi, Marseille frá Frakklandi og Napoli frá Ítalíu. Þetta er einn sterkasti riðillinn í Meistaradeildinni í ár.

Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn frá Danmörku er í riðli með Real Madrid frá Spáni, Juventus frá Ítalíu og Galatasaray frá Tyrklandi.

FH-banarnir hjá Austria Vín frá Austurríki eru í riðli með Porto frá Portúgal, Atlético Madrid frá Spáni og Zenit St-Pétursburg frá Rússlandi.

Það er hægt að sjá alla riðlana hér fyrir neðan.



Riðlarnir í Meistaradeildinni 2013-14:

A-riðill

Manchester United frá Englandi

Shakhtar Donetsk frá Úkraínu

Bayer Leverkusen frá Þýskalandi

Real Sociedad frá Spáni

B-riðill

Real Madrid frá Spáni

Juventus frá Ítalíu

Galatasaray frá Tyrklandi

FC Kaupmannahöfn frá Danmörku

C-riðill

Benfica frá Portúgal

Paris Saint-Germain frá Frakklandi

Olympiakos frá Grikklandi

Anderlecht frá Belgíu

D-riðill

Bayern München frá Þýskalandi

CSKA Moskva frá Rússlandi

Manchester City frá Englandi

Viktoria Pilsen frá Tékklandi

E-riðill

Chelsea frá Englandi

Schalke frá Þýskalandi

Basel frá Sviss

Steaua Búkarest frá Rúmeníu

F-riðill

Arsenal frá Englandi

Marseille frá Frakklandi

Borussia Dortmund frá Þýskalandi

Napoli frá Ítalíu

G-riðill

Porto frá Portúgal

Atlético Madrid frá Spáni

Zenit St-Pétursburg frá Rússlandi

Austria Vín frá Austurríki

H-riðill

Barcelona frá Spáni

AC Milan frá Ítalíu

Ajax Amsterdam frá Hollandi

Celtic frá Skotlandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×