Knattspyrnumaðurinn Birkir Bjarnason gæti verið á leiðinni í efstu deild ítalska boltans ef marka má fjölmiðla þar í landi.
Miðjumaðurinn er í dag á mála hjá Pescara sem féll niður í B-deildina á síðustu leiktíð.
Ítalska knattspyrnufélagið Sassuolo er sagt vera að undirbúa tilboð í leikmanninn og eiga viðræður að vera komnar langt á veg. Talið er að leikmanninum verði boðinn tveggja ára samningur.
Niðurstöðu í málinu er að vænta á næstu sólahringum en félagaskiptaglugganum verður lokað á mánudagskvöldið.
