Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi Boði Logason skrifar 28. ágúst 2013 07:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Ísland. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook
Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira