Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 18:40 Edda Garðarsdóttir Mynd/Stefán Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“ Íslenski boltinn Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“
Íslenski boltinn Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira