Æsispennandi tímataka í Belgíu Rúnar Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 17:30 Tímatakan fyrir belgíska kappaksturinn í formulu 1, fór fram á Spa brautinni fyrr í dag, það kom á óvart að strax í fyrstu umferð, þar sem brautin var blaut, féllu út báðir ökumenn Toro Rosso, Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo Önnur umferð tímatökunnar var ekinn nánast á þurri braut, og má segja að ekkert óvænt hafi gerst þar. En í lokaumferðinni þar sem tíu fljótustu ökumennirnir, berjast um fremstu sætin gekk mikið á. Allir nema Paul di Resta, á Force India, sem beið á þjónustusvæðinu, fóru strax af stað á dekkjum fyrir þurra braut, en þá fór að rigna, og þurftu þeir því allir að aka aftur inn á þjónustuvæðið og fá regndekk. Á meðan fór di Resta af stað á regndekkjum, og setti fínan tíma, sem aðrir ökumenn réðu ekki við. Enda aðstæður á brautinni farnar að versna vegna bleytu. Það leit því út fyrir að Paul di Resta væri að ná sínum fyrsta ráspól á ferlinum. En í lokin á tímatökunni, þá hætti að rigna og Rosberg á Mercedes náði að komast fram úr di Resta með frábærum akstri. Webber og Vettel á Red Bull og Hamilton á Mercedes áttu eftir að skila sér í mark á lokahringnum, Webber komst fram úr Rosberg. Vettel tók svo forystuna af Webber, og það var svo Hamilton sem tók ráspólinn á síðustu stundu. Náði Hamilton þar með í fjórða ráspólinn í röð og þann fimmta á tímabilinu. Jenson Button náði besta árangri Mclaren liðsins á árinu og verður sjötti á ráslínu. Romain Grosjean sjöundi og Kimi Raikkonen áttundi á Lotus. Fernando Alonso jafnaði sinn lakasta árangur á tímabilinu og verður níundi, liðsfélagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa tíundi. Útsendin frá kappakstrinum hefst svo kl. 11.30 á sunnudagsmorgun í beinni á Stöð 2 sport. Formúla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Tímatakan fyrir belgíska kappaksturinn í formulu 1, fór fram á Spa brautinni fyrr í dag, það kom á óvart að strax í fyrstu umferð, þar sem brautin var blaut, féllu út báðir ökumenn Toro Rosso, Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo Önnur umferð tímatökunnar var ekinn nánast á þurri braut, og má segja að ekkert óvænt hafi gerst þar. En í lokaumferðinni þar sem tíu fljótustu ökumennirnir, berjast um fremstu sætin gekk mikið á. Allir nema Paul di Resta, á Force India, sem beið á þjónustusvæðinu, fóru strax af stað á dekkjum fyrir þurra braut, en þá fór að rigna, og þurftu þeir því allir að aka aftur inn á þjónustuvæðið og fá regndekk. Á meðan fór di Resta af stað á regndekkjum, og setti fínan tíma, sem aðrir ökumenn réðu ekki við. Enda aðstæður á brautinni farnar að versna vegna bleytu. Það leit því út fyrir að Paul di Resta væri að ná sínum fyrsta ráspól á ferlinum. En í lokin á tímatökunni, þá hætti að rigna og Rosberg á Mercedes náði að komast fram úr di Resta með frábærum akstri. Webber og Vettel á Red Bull og Hamilton á Mercedes áttu eftir að skila sér í mark á lokahringnum, Webber komst fram úr Rosberg. Vettel tók svo forystuna af Webber, og það var svo Hamilton sem tók ráspólinn á síðustu stundu. Náði Hamilton þar með í fjórða ráspólinn í röð og þann fimmta á tímabilinu. Jenson Button náði besta árangri Mclaren liðsins á árinu og verður sjötti á ráslínu. Romain Grosjean sjöundi og Kimi Raikkonen áttundi á Lotus. Fernando Alonso jafnaði sinn lakasta árangur á tímabilinu og verður níundi, liðsfélagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa tíundi. Útsendin frá kappakstrinum hefst svo kl. 11.30 á sunnudagsmorgun í beinni á Stöð 2 sport.
Formúla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira