Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á fyrri æfingu og Sebastian Vettel á Red Bull þeim besta á síðari æfingu dagsins á Spa brautinni í Belgíu í dag.
Brautin var rök á köflum á fyrri æfingunni og aðstæður því ekki jafn góðar og á síðari æfingunni. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, var næstfljótastur og Romain Grosjean á Lotus þriðji.
Sigurvegarinn frá síðustu keppni, Lewis Hamilton, var í miklu basli og náð ekki nema tólfta besta tímanum. Ljóst er að framundan er mikil vinna hjá liði hans fyrir næstu æfingu sem fram fer í fyrramálið klukkan 9.
Tímatökurnar hefjast svo klukkan 11.50 í fyrramálið en æfingin og tímatakan verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.
Vettel fljótastur í Belgíu
Rúnar Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn
