Viltu kaffi? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2013 07:24 Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. Barnslegt útlitið er líklega tengt þeirri staðreynd að lítið fer fyrir skeggvexti. Það hefur reyndar aldrei angrað mig og stundum komið sér vel. Takmarkaður vöxtur líkamshára kom til dæmis í veg fyrir að vinir mínir gætu sett mig í kvalafulla vaxmeðferð í steggjuninni eins og svo margir hafa þurft að kynnast. Í blóðbankanum vel ég plástur frekar en teygju sem þeir hármiklu kjósa vegna kvíða út af brottnámi plástursins nokkrum klukkutímum síðar. Á hinn bóginn þarf ég daglega í marsmánuði ár hvert að árétta, í gríni að sjálfsögðu, að ég hafi ákveðið að sitja hjá í Mottumars þetta árið. Söfnun fyrir keppnina árið eftir sé þó löngu hafin. Eitt árið næ ég væntanlega að safna í mottu og leggja góðum málstað lið með nokkrum þúsundköllum. Hins vegar eru líkurnar á að ég fullorðnist og byrji að drekka vinsælasta orkudrykk heimsins litlar sem engar. Að vera orðinn 31 árs og drekka ekki kaffi sætir reglulega tíðindum. „Drekkurðu ekki kaffi?“ Þau skipta tugum ef ekki hundruðum þau skipti sem ég hef þurft að afþakka kaffibolla og útskýra að mér þyki kaffi ekki gott. Í starfi blaðamanns þykir slíkt náttúrulega sturlun, líklega líkt og að reykja ekki á sömu vinnustöðum í gamla daga, en einhvern veginn kemst ég í gegnum daginn. Fólk virðist þrátt fyrir allt hafa áhyggjur af kaffileysi mínu. „Mér fannst kaffi heldur ekki gott fyrst. En ég byrjaði bara á frappuccino og mocha. Hefurðu prófað það?“ Spurning sett fram eins og ég sé með sjúkdóm sem muni draga mig til dauða nema ég bregðist við strax. Kaffi lyktar illa, bragðast illa, virðist gera tennur gular og er ávanabindandi. Svarið við spurningunni er einfalt: Nei, takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. Barnslegt útlitið er líklega tengt þeirri staðreynd að lítið fer fyrir skeggvexti. Það hefur reyndar aldrei angrað mig og stundum komið sér vel. Takmarkaður vöxtur líkamshára kom til dæmis í veg fyrir að vinir mínir gætu sett mig í kvalafulla vaxmeðferð í steggjuninni eins og svo margir hafa þurft að kynnast. Í blóðbankanum vel ég plástur frekar en teygju sem þeir hármiklu kjósa vegna kvíða út af brottnámi plástursins nokkrum klukkutímum síðar. Á hinn bóginn þarf ég daglega í marsmánuði ár hvert að árétta, í gríni að sjálfsögðu, að ég hafi ákveðið að sitja hjá í Mottumars þetta árið. Söfnun fyrir keppnina árið eftir sé þó löngu hafin. Eitt árið næ ég væntanlega að safna í mottu og leggja góðum málstað lið með nokkrum þúsundköllum. Hins vegar eru líkurnar á að ég fullorðnist og byrji að drekka vinsælasta orkudrykk heimsins litlar sem engar. Að vera orðinn 31 árs og drekka ekki kaffi sætir reglulega tíðindum. „Drekkurðu ekki kaffi?“ Þau skipta tugum ef ekki hundruðum þau skipti sem ég hef þurft að afþakka kaffibolla og útskýra að mér þyki kaffi ekki gott. Í starfi blaðamanns þykir slíkt náttúrulega sturlun, líklega líkt og að reykja ekki á sömu vinnustöðum í gamla daga, en einhvern veginn kemst ég í gegnum daginn. Fólk virðist þrátt fyrir allt hafa áhyggjur af kaffileysi mínu. „Mér fannst kaffi heldur ekki gott fyrst. En ég byrjaði bara á frappuccino og mocha. Hefurðu prófað það?“ Spurning sett fram eins og ég sé með sjúkdóm sem muni draga mig til dauða nema ég bregðist við strax. Kaffi lyktar illa, bragðast illa, virðist gera tennur gular og er ávanabindandi. Svarið við spurningunni er einfalt: Nei, takk!
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun