Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun