Gagnrýnir harðlega afreksstefnu KKÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2013 21:58 Jón Arnar Ingvarsson. Mynd/Anton „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið?" Þetta ritar Jón Arnar Ingvarsson, körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður, í pistli á vefsíðunni Karfan.is í dag. Jón Arnar segir í pistli sínum ljóst að Ísland þurfi fleiri leikmenn í stærri deildum úti í heimi. „Sænska deildin er ágæt og sterkari en sú íslenska en hins vegar eru trúlega 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska. Og við þurfum klárlega fleiri leikmenn sem eru að klifra þann stiga. Ég er náttúrulega ekki að gera lítið úr okkar leikmönnum í Svíþjóð sem eru flottir og góðir leikmenn," ritar Jón Arnar. Jón Arnar, sem síðast þjálfaði karlalið ÍR í vetur, telur gott skref að fækka erlendum leikmönnum. Næsta skref sé að lengja tímabilið og fjölga leikjum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af afreksstefnu Körfuknattleikssambands Íslands. „Ég held að flest félögin séu að vinna ágætt starf, en hins vegar höfum við ekki haldið úti nægjanlega góðu afreksprógrami fyrir yngri landsliðin. Og því miður langt frá því. Það er algjörlega óviðunandi og mér með öllu óskiljanleg stefna," segir Jón Arnar. Leikstjórnandinn fyrrverandi bendir á að yngri landslið séu aðeins send á Norðurlandamót en ekki sterkari mót eins og aðrar þjóðir. Norðurlandamótið er upphitunarmót að sögn Jóns Arnars. „Það er eins og Njarðvík mundi ákveða að senda sín lið bara í Reykjanesmótið!" Jón Arnar bendir á að 44 þjóðir í Evrópu sendi lið í Evrópukeppni yfir sumarið. Ísland sé ein þriggja þjóða sem sendi ekki lið til þátttöku. Þar verði efnilegir leikmenn af góðri reynslu og topp leikjum. „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið? Það getur vel verið að hægt sé að byggja upp gott úrvalsdeildarlið tímabundið með ekkert yngri flokka starf, ef allir leikmenn eru aðkeyptir og útlendingakvótinn er ótakmarkaður. En það getur enginn sagt mér að gott A-landslið verði til úr veikum grunni. Það er bara ekki hægt."Pistilinn í heild sinni má sjá hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
„Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið?" Þetta ritar Jón Arnar Ingvarsson, körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður, í pistli á vefsíðunni Karfan.is í dag. Jón Arnar segir í pistli sínum ljóst að Ísland þurfi fleiri leikmenn í stærri deildum úti í heimi. „Sænska deildin er ágæt og sterkari en sú íslenska en hins vegar eru trúlega 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska. Og við þurfum klárlega fleiri leikmenn sem eru að klifra þann stiga. Ég er náttúrulega ekki að gera lítið úr okkar leikmönnum í Svíþjóð sem eru flottir og góðir leikmenn," ritar Jón Arnar. Jón Arnar, sem síðast þjálfaði karlalið ÍR í vetur, telur gott skref að fækka erlendum leikmönnum. Næsta skref sé að lengja tímabilið og fjölga leikjum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af afreksstefnu Körfuknattleikssambands Íslands. „Ég held að flest félögin séu að vinna ágætt starf, en hins vegar höfum við ekki haldið úti nægjanlega góðu afreksprógrami fyrir yngri landsliðin. Og því miður langt frá því. Það er algjörlega óviðunandi og mér með öllu óskiljanleg stefna," segir Jón Arnar. Leikstjórnandinn fyrrverandi bendir á að yngri landslið séu aðeins send á Norðurlandamót en ekki sterkari mót eins og aðrar þjóðir. Norðurlandamótið er upphitunarmót að sögn Jóns Arnars. „Það er eins og Njarðvík mundi ákveða að senda sín lið bara í Reykjanesmótið!" Jón Arnar bendir á að 44 þjóðir í Evrópu sendi lið í Evrópukeppni yfir sumarið. Ísland sé ein þriggja þjóða sem sendi ekki lið til þátttöku. Þar verði efnilegir leikmenn af góðri reynslu og topp leikjum. „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið? Það getur vel verið að hægt sé að byggja upp gott úrvalsdeildarlið tímabundið með ekkert yngri flokka starf, ef allir leikmenn eru aðkeyptir og útlendingakvótinn er ótakmarkaður. En það getur enginn sagt mér að gott A-landslið verði til úr veikum grunni. Það er bara ekki hægt."Pistilinn í heild sinni má sjá hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira