Fjögur rauð í fjórum leikjum | Grindavík á toppnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2013 21:16 Hjalti Már Hauksson og Pape Mamadou Faye fagna marki þess fyrrnefnda í Víkinni í kvöld. Mynd/Hjörtur Hjartarson Hjalti Már Hauksson skoraði sigurmark Víkings gegn Leikni í 1. deild karla í kvöld. Grindvíkingar eru áfram í toppsæti deildarinnar. Hjalti Már skoraði sigurmarkið mikilvæga á 81. mínútu leiksins. Með sigrinum komust Víkingar upp fyrir Leikni í 4. sæti deildarinnar. Víkingur hefur 30 stig en Leiknir 28 stig. Á Akureyrarvelli sóttu Haukar þrjú stig í smiðju KA. Brynjar Benediktsson og Ásgeir Þór Ingólfsson skoruðu mörk Hafnfirðinga. Bjarki Baldvinsson jafnaði metin í millitíðinni fyrir KA. Akureyringar er í 7. sæti með 23 stig en Haukar með 31 stig í 2. sæti. Fjölnir situr við hlið Hauka í 2. sæti deildarinnar með 31 stig en lakari markatölu eftir 2-2 jafntefli gegn Tindastóli. Haukur Lárusson og Ragnar Leósson komu heimamönnum yfir með tveimur mörkum u miðjan hálfleikinn. Stólarnir hafa hins vegar oftar en einu sinni sýnt styrk sinn í síðari hálfleik og jöfnuðu metin. Christopher Tsonis minnkaði muninn á 87. mínútu og Steven Beattie jafnaði metin úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í viðbótartíma. Illugi Þór Gunnarsson og Þórður Ingason voru reknir af velli undir lok leiksins og sömuleiðis Rodrigo Morin, leikmaður Stólanna. Grindavík heldur toppsætinu í deildinni eftir 2-1 sigur á Þrótti. Andri Björn Sigurðsson kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik. Óli Baldur Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson skoruðu mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik og tryggðu Grindvíkingum sigur. Aron Ýmir Pétursson var rekinn af velli á 58. mínútu. Grindavík hefur tveggja stiga forskot á Hauka og Fjölni á toppnum. Þróttur er í 10. sæti með 17 stig.Stöðuna í deildinni má sjá hér. Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Hjalti Már Hauksson skoraði sigurmark Víkings gegn Leikni í 1. deild karla í kvöld. Grindvíkingar eru áfram í toppsæti deildarinnar. Hjalti Már skoraði sigurmarkið mikilvæga á 81. mínútu leiksins. Með sigrinum komust Víkingar upp fyrir Leikni í 4. sæti deildarinnar. Víkingur hefur 30 stig en Leiknir 28 stig. Á Akureyrarvelli sóttu Haukar þrjú stig í smiðju KA. Brynjar Benediktsson og Ásgeir Þór Ingólfsson skoruðu mörk Hafnfirðinga. Bjarki Baldvinsson jafnaði metin í millitíðinni fyrir KA. Akureyringar er í 7. sæti með 23 stig en Haukar með 31 stig í 2. sæti. Fjölnir situr við hlið Hauka í 2. sæti deildarinnar með 31 stig en lakari markatölu eftir 2-2 jafntefli gegn Tindastóli. Haukur Lárusson og Ragnar Leósson komu heimamönnum yfir með tveimur mörkum u miðjan hálfleikinn. Stólarnir hafa hins vegar oftar en einu sinni sýnt styrk sinn í síðari hálfleik og jöfnuðu metin. Christopher Tsonis minnkaði muninn á 87. mínútu og Steven Beattie jafnaði metin úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í viðbótartíma. Illugi Þór Gunnarsson og Þórður Ingason voru reknir af velli undir lok leiksins og sömuleiðis Rodrigo Morin, leikmaður Stólanna. Grindavík heldur toppsætinu í deildinni eftir 2-1 sigur á Þrótti. Andri Björn Sigurðsson kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik. Óli Baldur Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson skoruðu mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik og tryggðu Grindvíkingum sigur. Aron Ýmir Pétursson var rekinn af velli á 58. mínútu. Grindavík hefur tveggja stiga forskot á Hauka og Fjölni á toppnum. Þróttur er í 10. sæti með 17 stig.Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira