Web.com draumur Ólafs úti Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 18:22 Ólafur Björn varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið. Mynd/GSÍ Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot
Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira