Frábær sigur hjá Björn í Sviss Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 17:31 Thomas Björn hefur sigrað á 14. mótum á Evrópumótaröðinni. Myndir/Getty Images Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Björn með verðlaunagripinn í dag eftir góðan sigur.Mynd/Getty Images Daninn Thomas Björn sigraði á Omega European Masters mótinu sem lauk í dag í Sviss á Evrópumótaröðinni. Björn setti niður fjögurra metra pútt á fyrstu holu í bráðabana til að tryggja sér sigurinn. Hann hafði betur gegn Englendingnum Cragi Lee en báðir voru þeir jafnir á 20 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Þetta er 14. sigurinn hjá Björn á Evrópumótaröðinni og einnig annar sigur hans í þessu móti á síðustu þremur árum. Frakkinn Victor Dubuisson varð í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. „Þetta er góður sigur fyrir mig,“ sagði Björn að móti loknu. „Ég er búinn að leika vel í sumar en ekki náð að blanda mér í baráttuna um sigur. Ég þurfti að berjast til að koma mér í baráttuna. Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel í aðdraganda mótsins en ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ekki breyta um leikáætlun. Ég gerði það og fékk aðeins tvo skolla á 72 holum sem er gott á þessum velli. Það er frábært að hafa skilað þessum sigri í hús og sérstaklega eftir bráðabana. Ég hef átt erfitt með að höndla mikla pressu og það er aldrei meiri pressa en í bráðabana.“ Þetta er í níunda sinn á leiktíðinni sem mót ráðast í bráðabana á Evrópumótaröðinni. Björn, sem er 42 ára gamall, hefur verið besti kylfingurinn frá Skandinavíu um árabil og fer upp í áttunda sæti á tekjulista Evrópumótaraðarinnar með sigrinum.Lokastaðan í mótinu
Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira