Við endamarkið: Svona vann Vettel á Monza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2013 16:15 Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann formúlu eitt kappaksturinn á Monza í dag og er því kominn með 53 stiga forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Það stefnir því í fjórða heimsmeistaratitil hans í röð. Stöð 2 Sport sýndi að venju frá keppninni og farið var yfir gang mála í kappakstrinum í þættinum "Við endamarkið". Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru þar yfir ítalska kappaksturinn í dag og það er hægt að sjá samantektina með því að smella hér fyrir ofan. Sebastian Vettel hefur unnið þrjár af síðustu fjórum keppnum og hefur á saman tíma aukið forskot sitt frá 21 stigi eftir Silverstone-kappaksturinn 30. júní upp í þau 53 stig sem skilja að hann og Fernando Alonso í dag. Vettel er líka líklegur til afreka á næstunni en næstu keppnir í formúlunni eru í Singapúr, Japan, Kóreu og Indlandi en hann vann allar þessar keppnir á leiðinni að titlinum í fyrra. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann formúlu eitt kappaksturinn á Monza í dag og er því kominn með 53 stiga forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Það stefnir því í fjórða heimsmeistaratitil hans í röð. Stöð 2 Sport sýndi að venju frá keppninni og farið var yfir gang mála í kappakstrinum í þættinum "Við endamarkið". Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru þar yfir ítalska kappaksturinn í dag og það er hægt að sjá samantektina með því að smella hér fyrir ofan. Sebastian Vettel hefur unnið þrjár af síðustu fjórum keppnum og hefur á saman tíma aukið forskot sitt frá 21 stigi eftir Silverstone-kappaksturinn 30. júní upp í þau 53 stig sem skilja að hann og Fernando Alonso í dag. Vettel er líka líklegur til afreka á næstunni en næstu keppnir í formúlunni eru í Singapúr, Japan, Kóreu og Indlandi en hann vann allar þessar keppnir á leiðinni að titlinum í fyrra.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira