Vettel á ráspól á Monza á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 13:08 Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu. Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum. Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.Röð manna á ráspólnum á morgun: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 9. Jenson Button, McLaren-Mercedes 10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari 11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault 12. Lewis Hamilton, Mercedes
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira