Alonso blæs á sögusagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:15 Alonso í sólinni á Ítalíu. Nordicphotos/Getty Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira