Enski boltinn

Tottenham reyndi að stoppa söluna á Özil til Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil á æfingu með þýska landsliðinu.
Mesut Özil á æfingu með þýska landsliðinu. Mynd/AFP
Félagsskiptaglugginn var svo sannarlega ólíkur hjá ensku úrvalsdeildarliðunum og nágrönnunum Tottenham og Arsenal. Tottenham sópað til síns leikmönnum allan gluggann en Arsenal fékk ekki alvöru leikmann fyrr en á lokadeginum.

Tottenham keypti menn eins og Roberto Soldado, Erik Lamela, Paulinho, Christian Eriksen, Nacer Chadli, Vlad Chiriches og Etienne Capoue en það var ekki fyrr en rétt fyrir lokum að Arsene Wenger tókst að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Mesut Özil.

Spænska blaðið El Confidencial hefur hinsvegar heimildir fyrir því að Tottenham hafi reynt að stöðva söluna á Özil til Arsenal en eins og kunnugt er var Real Madrid að kaupa Gareth Bale af Tottenham í glugganum.

Blaðamenn El Confidencial grófu það upp að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hafi hringt í forráðamenn Real Madrid með það markmið að koma í veg fyrir að Arsenal fengi Özil.

Það voru fleiri ósáttir við söluna á Özil samkvæmt fréttinni í spænska blaðinu því miðvörðurinn Sergio Ramos sem sagði Özil vera einn af síðustu leikmönnum í hópnum sem mátti yfirgefa Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×