Kaupin á Nokia önnur stærstu fyrirtækjakaup Microsoft Haraldur Guðmundsson. skrifar 3. september 2013 17:48 Steven A. Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, fjallaði um kaupin á blaðamannafundi í Finnlandi í morgun. MYND/AFP Kaup bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft á tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans Nokia fyrir 7,2 milljarða dala, um 870 milljarða króna, eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu fyrirtækisins. Stærstu kaup fyrirtækisins voru þegar það keypti netsímafyrirtækið Skype fyrir 8,5 milljarða dala, um eitt þúsund milljarða króna, árið 2011. Kaupin eru einnig merkileg í ljósi þess að farsímafyrirtækin Nokia, Motorola og Ericsson, upprunalegu brautryðjendurnir á farsímamarkaðinum, hafa nú öll hætt sjálfstæðri framleiðslu á farsímum. Þau marka nýja tíma hjá Microsoft sem ætlar nú að bæta framleiðslu á farsímum við sölu á stýrikerfum fyrir farsíma. Nokia var áður risi á farsímamarkaðinum en hefur undanfarin ár dregist aftur úr í kjölfar aukinnar samkeppni í sölu á snjallsímum frá fyrirtækjum eins og Samsung og Apple. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, segir fréttir um sölu Nokia hafa komið sér nokkuð á óvart þar sem fyrirtækið hafi að hans sögn aukið við sig markaðshlutdeild að undanförnu, en bætir því við að hann hafi lengi heyrt orðróm þess efnis að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækjanna. Hann segir breytingarnar að öllum líkindum eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á stöðu íslenska umboðsaðilans. „Þarna eru tvö öflug fyrirtæki að fara undir merki Microsoft og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta efli vöruþróun og vöruframboð Microsoft. Við höfum fengið þær upplýsingar að Microsoft ætli sér að nýta áfram söluleiðir Nokia og á ég því ekki von á að þetta raski okkar starfsemi.“ Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kaup bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft á tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans Nokia fyrir 7,2 milljarða dala, um 870 milljarða króna, eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu fyrirtækisins. Stærstu kaup fyrirtækisins voru þegar það keypti netsímafyrirtækið Skype fyrir 8,5 milljarða dala, um eitt þúsund milljarða króna, árið 2011. Kaupin eru einnig merkileg í ljósi þess að farsímafyrirtækin Nokia, Motorola og Ericsson, upprunalegu brautryðjendurnir á farsímamarkaðinum, hafa nú öll hætt sjálfstæðri framleiðslu á farsímum. Þau marka nýja tíma hjá Microsoft sem ætlar nú að bæta framleiðslu á farsímum við sölu á stýrikerfum fyrir farsíma. Nokia var áður risi á farsímamarkaðinum en hefur undanfarin ár dregist aftur úr í kjölfar aukinnar samkeppni í sölu á snjallsímum frá fyrirtækjum eins og Samsung og Apple. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, segir fréttir um sölu Nokia hafa komið sér nokkuð á óvart þar sem fyrirtækið hafi að hans sögn aukið við sig markaðshlutdeild að undanförnu, en bætir því við að hann hafi lengi heyrt orðróm þess efnis að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækjanna. Hann segir breytingarnar að öllum líkindum eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á stöðu íslenska umboðsaðilans. „Þarna eru tvö öflug fyrirtæki að fara undir merki Microsoft og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta efli vöruþróun og vöruframboð Microsoft. Við höfum fengið þær upplýsingar að Microsoft ætli sér að nýta áfram söluleiðir Nokia og á ég því ekki von á að þetta raski okkar starfsemi.“
Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent