Vann alþjóðlega forritunarkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2013 06:45 Kjartan Örn Styrkársson er 11 ára forritari Mynd/úr safni Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita. Leikjavísir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita.
Leikjavísir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira