Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu 16. september 2013 10:20 Edda Garðarsdóttir mynd / stefán Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira