Birki Bjarnasyni var skipt af velli í hálfleik þegar Sampdoria tapaði 3-0 á heimavelli gegn Genoa í borgarslag á Ítalíu í kvöld.
Birkir gekk í raðir Sampdoria undir lok félagaskiptagluggans og var þetta fyrsti leikur hans með nýja liðinu. Hann lék í stöðu framliggjandi miðjumanns en komst aldrei í takt við leikinn frekar en flestir liðsfélaga hans.
Sampdoria hefur aðeins eitt stig eftir þrjá leiki en liðið hefur enn ekki unnið leik. Grannarnir í Genóva lyftu sér upp fyrir Sampdoria en stigin voru þau fyrstu hjá liðinu á leiktíðinni.
