Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍR 25-30 | Björgvin með stórleik Eyþór Atli Einarsson í Safamýri skrifar 15. september 2013 18:05 Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í Safamýri í kvöld. Myndir/Daníel Björgvin Hólmgeirsson skoraði ellefu mörk fyrir bikarmeistara ÍR sem unnu nokkuð sannfærandi sigur á Fram 30-25 í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í kvöld. Fram hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en í stöðunni 13-10 fyrir Safamýrarliðið snerist leikurinn við. ÍR skoraði fjögur mörk í röð og staðan í hálfleik 14-14. ÍR-ingar settu í nýjan gír í síðari hálfleik. Liðið skoraði sex fyrstu mörk hans og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur en Frömurum óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Nýr markvörður í liði Fram, Daninn Steffan Nielsen, varði vel og má segja að hann smelli eins og flís við rass inn í lið Íslandsmeistarana. Hann hélt Fram yfir bróðurpart fyrri hálfleiks eða þar til staðan var orðin 13-10 Fram í vil. ÍR-ingar tóku þá við sér og metin undir lok hálfleiksins og fór Björgvin Hólmgeirsson fremstur fylkingar Breiðholtspilta. Arnór Birkir Hálfdánarson, fyrrverandi Framari, var mjög skotglaður fyrir ÍR í fyrri hálfleik en hafði oft ekki erindi sem erfiði og Daninn í markinu sá ýmist við honum eða hann skaut framhjá. Staðan í hálfleik var 14-14. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti en brösulega gekk hjá Fram að skora. Fyrsta markið kom ekki fyrr en rúmar 12 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Kristófer Fannar Guðmundsson kom í mark ÍR-inga og stóð sig vel. En hetja ÍR-inga var Björgvin Hólmgeirsson og skoraði hann nánast af vild á tímabili. Björgvin skoraði ellefu mörk í leiknum. Breiðhyltingar misstu öruggt forskot sitt aldrei niður og unnu góðan fimm marka sigur, 20-25. Íslandsmeistarar Fram eru með mjög breytt lið frá því þeir fögnuðu titlinum eftirsótta síðasta vor. Þungavigtarmenn eru horfnir á braut og yngri og reynsluminni menn þurfa að bera vagninn. Eins og fyrr segir var Björgvin frábær fyrir lið ÍR-inga í leiknum en Stefán Darri Þórsson var öflugur fyrir þá bláklæddu með sex mörk. Bjarki Sigurðsson: Menn verða þá að leggja sig fram„Sigur er sigur og alltaf gaman að fá titil í hús,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigur sinna manna í Meistarakeppni HSÍ. „Ég er sáttur við síðari hálfleikinn. Það sem vantaði hjá okkur í fyrri hálfleik var að slípa saman varnarleik. Við erum að þróa með okkur nýja varnaraðferð þar sem við erum ekki með Didda (Ingimund Ingimundarson). Það hefur farið svakalegt púður í 5-1 vörnina og því hefur sóknarleikurinn svolítið setið á hakanum. Við fáum engu að síður á okkur 4-5 mörk úr hraðaupphlaupum þar sem sóknin er léleg og það hélt svolítið lífi í Fram.“ „Varnarleikurinn í síðari hálfeik var frábær og menn voru ekki að missa menn framhjá sér. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að bæta færsluna á liðinu og það gekk eftir og skilaði sér í auðveldum hraðaupphlaupum fyrir okkur.“ „Ef að menn leggja sig fram og spila alla leiki eins og þeir spiluðu síðari hálfleikinn í dag. Ekki bara í 15 mínútur þá erum við til alls líklegir í vetur. Við erum með breiddina, getuna og mannskapinn. Við verðum þá að leggja okkur fram því við spiluðum við þetta lið fyrir viku síðan og steinláum og það skrifast eingöngu á áhugaleysi. Menn verða bara að vera tilbúnir að leggja sig fram,“ sagði Bjarki að lokum spurður að því hvort hans menn væru líklegir til að hirða dolluna stóru í vor. Guðlaugur Arnarsson: Ég er súr með að tapa„Alltaf súrt að tapa og sérstaklega þegar það er bikar í boði. Þannig að mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég er bara súr að tapa,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, súr eftir ósigur gegn ÍR í Meistarakeppni HSÍ. „Mér líst vel á baráttuna framundan, spennandi lið og skemmtilegur hópur. Mikil breyting hefur orðið á liðinu en eftir stendur samheldinn hópur svo ég er spenntur fyrir komandi tímabili.“ „Það var ákveðinn vorbragur á báðum liðum í leiknum. Mikið um „feila“ og þá kannski helst í sókninni. Við förum í hvern leik til að vinna og frammistaðan verður metin eftir því.“ „Við erum búnir að vinna meira í varnarleiknum og erum svolítið ryðgaðir í sókninni og erum ekki komnir á þann stað sem við viljum þar. Það er verðugt verkefni sem við verðum að halda áfram með.“ „Við erum með unga stráka í bland við reynslumeiri leikmenn. Þetta eru strákar sem kunna að berjast og við ætlum aldrei að láta valta yfir okkur,“ sagði Guðlaugur að lokum en hans menn gáfust ekki upp og náðu að saxa á forskot ÍR undir lok leiksins. Íslenski handboltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira
Björgvin Hólmgeirsson skoraði ellefu mörk fyrir bikarmeistara ÍR sem unnu nokkuð sannfærandi sigur á Fram 30-25 í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í kvöld. Fram hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en í stöðunni 13-10 fyrir Safamýrarliðið snerist leikurinn við. ÍR skoraði fjögur mörk í röð og staðan í hálfleik 14-14. ÍR-ingar settu í nýjan gír í síðari hálfleik. Liðið skoraði sex fyrstu mörk hans og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur en Frömurum óx ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Nýr markvörður í liði Fram, Daninn Steffan Nielsen, varði vel og má segja að hann smelli eins og flís við rass inn í lið Íslandsmeistarana. Hann hélt Fram yfir bróðurpart fyrri hálfleiks eða þar til staðan var orðin 13-10 Fram í vil. ÍR-ingar tóku þá við sér og metin undir lok hálfleiksins og fór Björgvin Hólmgeirsson fremstur fylkingar Breiðholtspilta. Arnór Birkir Hálfdánarson, fyrrverandi Framari, var mjög skotglaður fyrir ÍR í fyrri hálfleik en hafði oft ekki erindi sem erfiði og Daninn í markinu sá ýmist við honum eða hann skaut framhjá. Staðan í hálfleik var 14-14. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti en brösulega gekk hjá Fram að skora. Fyrsta markið kom ekki fyrr en rúmar 12 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Kristófer Fannar Guðmundsson kom í mark ÍR-inga og stóð sig vel. En hetja ÍR-inga var Björgvin Hólmgeirsson og skoraði hann nánast af vild á tímabili. Björgvin skoraði ellefu mörk í leiknum. Breiðhyltingar misstu öruggt forskot sitt aldrei niður og unnu góðan fimm marka sigur, 20-25. Íslandsmeistarar Fram eru með mjög breytt lið frá því þeir fögnuðu titlinum eftirsótta síðasta vor. Þungavigtarmenn eru horfnir á braut og yngri og reynsluminni menn þurfa að bera vagninn. Eins og fyrr segir var Björgvin frábær fyrir lið ÍR-inga í leiknum en Stefán Darri Þórsson var öflugur fyrir þá bláklæddu með sex mörk. Bjarki Sigurðsson: Menn verða þá að leggja sig fram„Sigur er sigur og alltaf gaman að fá titil í hús,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigur sinna manna í Meistarakeppni HSÍ. „Ég er sáttur við síðari hálfleikinn. Það sem vantaði hjá okkur í fyrri hálfleik var að slípa saman varnarleik. Við erum að þróa með okkur nýja varnaraðferð þar sem við erum ekki með Didda (Ingimund Ingimundarson). Það hefur farið svakalegt púður í 5-1 vörnina og því hefur sóknarleikurinn svolítið setið á hakanum. Við fáum engu að síður á okkur 4-5 mörk úr hraðaupphlaupum þar sem sóknin er léleg og það hélt svolítið lífi í Fram.“ „Varnarleikurinn í síðari hálfeik var frábær og menn voru ekki að missa menn framhjá sér. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að bæta færsluna á liðinu og það gekk eftir og skilaði sér í auðveldum hraðaupphlaupum fyrir okkur.“ „Ef að menn leggja sig fram og spila alla leiki eins og þeir spiluðu síðari hálfleikinn í dag. Ekki bara í 15 mínútur þá erum við til alls líklegir í vetur. Við erum með breiddina, getuna og mannskapinn. Við verðum þá að leggja okkur fram því við spiluðum við þetta lið fyrir viku síðan og steinláum og það skrifast eingöngu á áhugaleysi. Menn verða bara að vera tilbúnir að leggja sig fram,“ sagði Bjarki að lokum spurður að því hvort hans menn væru líklegir til að hirða dolluna stóru í vor. Guðlaugur Arnarsson: Ég er súr með að tapa„Alltaf súrt að tapa og sérstaklega þegar það er bikar í boði. Þannig að mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég er bara súr að tapa,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, súr eftir ósigur gegn ÍR í Meistarakeppni HSÍ. „Mér líst vel á baráttuna framundan, spennandi lið og skemmtilegur hópur. Mikil breyting hefur orðið á liðinu en eftir stendur samheldinn hópur svo ég er spenntur fyrir komandi tímabili.“ „Það var ákveðinn vorbragur á báðum liðum í leiknum. Mikið um „feila“ og þá kannski helst í sókninni. Við förum í hvern leik til að vinna og frammistaðan verður metin eftir því.“ „Við erum búnir að vinna meira í varnarleiknum og erum svolítið ryðgaðir í sókninni og erum ekki komnir á þann stað sem við viljum þar. Það er verðugt verkefni sem við verðum að halda áfram með.“ „Við erum með unga stráka í bland við reynslumeiri leikmenn. Þetta eru strákar sem kunna að berjast og við ætlum aldrei að láta valta yfir okkur,“ sagði Guðlaugur að lokum en hans menn gáfust ekki upp og náðu að saxa á forskot ÍR undir lok leiksins.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira