Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 26-27 | Dramatík í Safamýri Eyþór Atli Einarsson í Safamýri skrifar 15. september 2013 17:29 Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel
Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira