Arturo Vidal skoraði jöfnunarmark Juventus í heimsókn sem kíkti í heimsókn til Inter á San Siro í Mílanó í dag.
Liðin höfðu bæði unnið báða leiki sína í deildinni til þessa. Mauro Icardi kom heimamönnum yfir með marki á 73. mínútu en stuðningsmenn Inter fengu ekki langan tíma til að fagna forystunni.
Vidal jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar með sínu þriðja marki í jafnmörgum deildarleikjum. Chilemaðurinn var sömuleiðis á skotskónum með landsliði sínu í landsleikjahlénu og er í fantaformi.
Stórliðin hafa nú sjö stig eftir þrjá leiki. Napólí, Roma og Fiorentina hafa sex stig eftir tvo leiki en eiga ekki leik fyrr en á morgun.
