Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. september 2013 06:45 Gylfi segist hafa farið heim með öngulinn í rassinum frá lögreglunni. samsett mynd Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira