Gylfi: Við vorum miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 21:58 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi. Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi.
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast