Það snýst allt um Mario Balotelli hjá AC Milan. Hann er maðurinn sem vinnur leiki fyrir liðið og hann er líka sá maður sem eyðileggur mest fyrir liðinu.
Balotelli er ákaflega skapheitur og er fyrir vikið duglegur að safna rauðum spjöldum. Þar af leiðandi er hann of oft í leikbanni.
Félagi Balotelli, Stephan El Shaarawy, hefur hvatt Balotelli til þess að hafa betri stjórn á skapi sínu en Balotelli er í þriggja leikja banni eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir leik gegn Napoli.
"Hann veit að þetta var ekki góð hegðun og hann bað okkur afsökunar eftir leik. Hann gerði mistök og veit að hann þarf að bæta sig því þessi hegðun bitnar á liðinu," sagði El Shaarawy.
Balotelli þarf að hafa betri stjórn á skapi sínu

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn