Jackass-stjarna safnar fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. september 2013 19:04 Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“ Íslandsvinir Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira
Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“
Íslandsvinir Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira