Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Boði Logason skrifar 26. september 2013 17:18 Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn. Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn.
Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30