Mario Balotelli var í gær dæmdur í þriggja leikja bann fyrir hegðun sína í leiknum gegn Napoli um helgina. AC Milan ætlar ekki að áfrýja banninu.
Mauro Tassotti, aðstoðarþjálfari Milan, segir að Balotelli geti ekki afsakað sína hegðun og hafi átt skilið að fá rauða spjaldið.
Balotelli skoraði í leiknum, klúðraði sínu fyrsta víti á ferlinum og fékk svo rautt spjald eftir leik fyrir að úthúða dómaranum.
"Það er ekki hægt að breyta neinu þegar búið er að flauta leikinn af. Leikmenn verða að hegða sér betur en þetta. Mario gekk of langt og við verðum að una þessum úrskurði," sagði Tassotti.
Balotelli gekk of langt

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn