Bandaríska tónlistarparið Beyoncé Knowles og Jay Z er tækjuhæsta parið í skemmtanaiðnaðinum samkvæmt lista Forbes-tímaritsins, en parið þénaði tæpa 11,4 milljarða króna á árinu.
Bæði eru þau geysivinsæl í tónlistargeiranum og seldist nýjasta plata Jay Z, Magna Carta Holy Grail, mjög vel um allan heim. Þá hóf Knowles tónleikaferðina Mrs. Carter world tour eftir barnsburð á árinu en talið er að innkoma hverra tónleika hafið verið um 240 milljónir króna.
Í öðru sæti listans eru fyrirsætan Gisele Bundchen og bandaríski ruðningsbolta leikstjórnandinn Tom Brady, en talið er að þau hafi þénað saman um 9,5 milljarða króna á árinu.
Í þriðja sæti listans situr leikaraparið góðkunna, Angelina Jolie og Brad Pitt. Þau þénuðu saman tæpa sex milljarða króna á árinu.
Beyoncé og Jay Z tekjuhæst
