Knattspyrnusamband Íslands mun gera upp knattspyrnutímabilið á fimmtudagskvöldið kemur en afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer þá fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en stelpurnar höfðu lokið keppni 15. september síðastliðinn.
Lokahóf KSÍ hefur verið með breyttu sniði síðustu ár en í fyrra fór það fram í Hörpunni. Að þessu sinni halda KSÍ-menn hófið hjá sér alveg eins og fyrir tveimur árum.
Það eru leikmenn sjálfir sem kjósa bæði besta og efnilegasta leikmanninn í Pepsi-deild karla og kvenna en valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ ákveður einnig nokkur verðlaun.
Húsið opnar kl. 17:30 á fimmtudaginn en hér fyrir neðan má sjá hvaða verðlaun eru afhent að þessu sinni.
Verðlaunin sem eru afhent í ár:
Markahæstu leikmenn Pepsi-deilda
Viðurkenning Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deildum (valið af háttvísinefnd KSÍ)
Dómarar ársins í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deildum (valdir af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
Þjálfarar ársins í Pepsi-deildum (valinn af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
Efnilegustu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
Bestu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
KSÍ afhendir verðlaunin á fimmtudaginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


