Knattspyrnusamband Íslands mun gera upp knattspyrnutímabilið á fimmtudagskvöldið kemur en afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer þá fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en stelpurnar höfðu lokið keppni 15. september síðastliðinn.
Lokahóf KSÍ hefur verið með breyttu sniði síðustu ár en í fyrra fór það fram í Hörpunni. Að þessu sinni halda KSÍ-menn hófið hjá sér alveg eins og fyrir tveimur árum.
Það eru leikmenn sjálfir sem kjósa bæði besta og efnilegasta leikmanninn í Pepsi-deild karla og kvenna en valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ ákveður einnig nokkur verðlaun.
Húsið opnar kl. 17:30 á fimmtudaginn en hér fyrir neðan má sjá hvaða verðlaun eru afhent að þessu sinni.
Verðlaunin sem eru afhent í ár:
Markahæstu leikmenn Pepsi-deilda
Viðurkenning Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deildum (valið af háttvísinefnd KSÍ)
Dómarar ársins í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deildum (valdir af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
Þjálfarar ársins í Pepsi-deildum (valinn af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
Efnilegustu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
Bestu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
KSÍ afhendir verðlaunin á fimmtudaginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
