Google Earth finnur stolna bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 00:00 Stolni bíllinn, GMC Yukon jeppi. Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent
Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent