Google Earth finnur stolna bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 00:00 Stolni bíllinn, GMC Yukon jeppi. Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent
Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent