Sá þriðji í röð hjá Vettel í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 09:45 Vettel og Horner fögnuðu vel í morgun. Nordicphotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði nokkuð örugglega í Suður-Kóreu kappakstrinum sem fram fór í morgun. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel um heimsmeistaratitilinn, hafnaði í sjötta sæti. Vettel, sem ekur fyrir Red Bull, ræsti fyrstur og skildi Lewis Hamilton á Mercedes, sem ræsti annar, eftir í rykinu strax á fyrsta hring. Hamilton skilaði sér í mark í fimmta sæti. Mesta keppi Vettel kom frá liðsfélögunum hjá Lotus, Kimi Raikkonen og Romain Grosjean. Kom það helst til þar sem kalla þurfti út öryggisbílana tvívegis sem gaf hægar ökuþórum tækifæri til að minnka bilið í Vettel. Raikkonen kom í mark rúmum fjórum sekúndum á eftir Vettel og Grosjen tæpum fimm. Nico Hulkenberg á Sauber hafnaði í fjórða sæti. Vettel hefur nú 77 stiga forskot á Alonso í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra þegar fimm keppnum er ólokið. Þetta var þriðji sigur Vettel í röð í Suður-Kóreu og hans áttundi á tímabilinu.Keppni ökuþóra Sebastian Vettel 272 Fernando Alonso 195 Kimi Raikkonen 167 Lewis Hamilton 161 Mark Webber 130Keppni bílasmiða Red Bull Racing-Renault 402 Ferrari 284 Mercedes 283 Lotus-Renault 239 McLaren-Mercedes 81 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði nokkuð örugglega í Suður-Kóreu kappakstrinum sem fram fór í morgun. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel um heimsmeistaratitilinn, hafnaði í sjötta sæti. Vettel, sem ekur fyrir Red Bull, ræsti fyrstur og skildi Lewis Hamilton á Mercedes, sem ræsti annar, eftir í rykinu strax á fyrsta hring. Hamilton skilaði sér í mark í fimmta sæti. Mesta keppi Vettel kom frá liðsfélögunum hjá Lotus, Kimi Raikkonen og Romain Grosjean. Kom það helst til þar sem kalla þurfti út öryggisbílana tvívegis sem gaf hægar ökuþórum tækifæri til að minnka bilið í Vettel. Raikkonen kom í mark rúmum fjórum sekúndum á eftir Vettel og Grosjen tæpum fimm. Nico Hulkenberg á Sauber hafnaði í fjórða sæti. Vettel hefur nú 77 stiga forskot á Alonso í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra þegar fimm keppnum er ólokið. Þetta var þriðji sigur Vettel í röð í Suður-Kóreu og hans áttundi á tímabilinu.Keppni ökuþóra Sebastian Vettel 272 Fernando Alonso 195 Kimi Raikkonen 167 Lewis Hamilton 161 Mark Webber 130Keppni bílasmiða Red Bull Racing-Renault 402 Ferrari 284 Mercedes 283 Lotus-Renault 239 McLaren-Mercedes 81
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira